Hrollvekja á Hesteyri: RÚV á tökustað

16.11.2015 - 09:36
Tökur á kvikmyndinni Ég man þig fóru fram á Hesteyri í vikunni. Myndin er byggð á samnefndri spennusögu Yrsu Sigurðardóttur. Anna Gunndís Guðmundsdóttir, sem leikur í myndinni, segir að áhorfendur megi búa sig undir svefnlausar nætur. RÚV fór á tökustað og ræddi við Önnu Gunndísi og Óskar Þór Axelsson, leikstjóra myndarinnar.
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV