Hreykir sér og boðar komu vorsins

Flokkar: Innlent, Veður


  • Prenta
  • Senda frétt

Rjúpukarri hefur valið sér óðal og sest upp í Búrfellshrauni í Garðabæ. Þessi rjúpukarri, í sínum alhvíta vetrarbúningi, er snemma á ferð því í Þingeyjarsýslum helga karrar sér óðul og setjast upp, það er hreykja sér á áberandi stað, um 20 apríl, segir í veffréttum Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Það að rjúpukarrar setjast upp er góður vorboði líkt og koma farfuglanna.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku