Hrasaði í stiga og fluttur á sjúkrahús

27.02.2016 - 17:14
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sjómaður slasaðist nokkuð þegar hann hrasaði í stiga um borð í grænlenskum togara í dag. Togarinn var bundinn við bryggju í úti við Granda.

Átta menn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir út og komu manninum frá borði, en til þess þurfti dælu- og körfubíl. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkvilið slasaðist maðurinn nokkuð við fallið og var hann flutur á sjúkrahús. 

Mynd með færslu
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Fréttastofa RÚV