Hrafnhildur Ásta nýr framkvæmdastjóri LÍN

25.10.2013 - 14:40
Mynd með færslu
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Hrafnhildur Ásta tekur við 1. nóvember næstkomandi en hún er ráðin til fimm ára. Frá árinu 2004 hefur hún starfað sem skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu en í ráðuneytinu frá árinu 1999. 29 sóttu um framkvæmdastjórastöðuna, 18 konur og 11 karlar.