Hraða verður samningum um öldrunarþjónustu

29.03.2016 - 17:06
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þjónustusamningar hafa ekki verið gerðir við 67 öldrunarheimili af 74 í landinu. Ríkisendurskoðun telur brýnt að hraða samningum við heimilin. Fyrir þremur árum benti hún á að velferðarráðuneytið hefði bara gert þjónustusamninga við 8 af 73 heimilum en nú er einungis búið að semja við 7 af 74.

 Í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að samningarnir séu nú verkefni Sjúkratrygginga Íslands en ekki ráðuneytisins. Fyrir liggi drög að rammasamningi við hjúkrunarheimili sem sinna öldrunarþjónustu og á að ljúka samningnum fyrir fjárlög næsta árs. Samningarnir hafi samt gengið of hægt og þessari vinnu verði að hraða.

 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV