Höttur með óvæntan sigur á Njarðvík

09.01.2016 - 01:48
Leikmenn Stjörnunnar í faðmlögum í fagnaðarlátum Stjörnumanna eftir sigur í úrslitum Íslandsmótsins.
Stjörnumenn höfðu betur gegn KR.  Mynd: Eva Björk
Tveir leikir fóru fram í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld og má með sanni segja að óvænt úrslit hafi litið dagsins ljós. Höttur lagði mjög óvænt Njarðvík á Egilsstöðum, 86-79. Stjarnan vann eins stigs sigur á KR í miklum spennuleik.

Þetta er fyrsti sigur Hattar á leiktíðinni sem léku mjög vel í kvöld. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Höttur hefur betur gegn liði Njarðvíkur. Tobin Carberry lék frábærlega í liði Hattar og skoraði 40 stig. Hjá gestunum úr Njarðvík skoraði Logi Gunnarsson 17 stig.

Í vesturbænum fengu heimamenn í KR tækifæri til að knýja fram framlengingu á lokasekúndunum. Pavel Ermol­in­skji fékk tvo víta­skot þegar fimm sek­únd­ur voru eft­ir af leiktímanum en misnotaði síðara vítið.

Mar­vin Valdi­mars­son skoraði 19 stig fyr­ir Stjörn­una en stiga­hæst­ur í liði KR var Michael Crai­on með 23 stig.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður