Hótelið verður í Marriott-hótelkeðjunni

20.08.2015 - 15:06
Mynd með færslu
Frá blaðamannafundi þegar hótelbyggingin var kynnt  Mynd: Kristín Sigurðardóttir  -  RÚV
Byggingarsvæði við Hörpu þegar Harpa var enn í byggingu.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
250 herbergja, fimm stjörnu hótel verður reist við Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík undir merkjum Marriott-hótelkeðjunnar. Hótelið verður eitt af „Edition“ lúxus hótelum keðjunnar.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Hörpu klukkan þrjú í dag. Bandaríska fasteignafélagið Carpenter & Company verður leiðandi fjárfestir í byggingu hótelsins. Í hótelinu verða einnig veislu-og fundarsalir, fjöldi veitingastaða og heilsulind, segir í tilkynningu. Keðjan á hótel í hátt í 80 löndum. 

Gert er ráð fyrir að hótelið verði opnað árið 2018.