Hollt fyrir kollinn að hreyfa sig

12.02.2016 - 20:30
Mynd með færslu
 Mynd: YouTube
Hollustuhreyfing, hlaup og göngur koma í veg fyrir elliglöp. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við læknaháskólann í Boston sýnir að hreyfing getur ekki aðeins aukið líkamlega hreysti heldur minkað hættu á að heilafrumur tapist og þar með dregið úr hættu á elliglöpum.

Rannsóknin náði til 1100 manna sem voru um 40 ára gamlir þegar rannsóknin hófst. 20 árum síðar kom í ljós að þeir sem stunduðu hreyfingu þegar rannsóknin hófst höfðu fleiri heilasellur en aðrir og voru betur á sig komnir andlega.

 

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV