Höfnuðu tillögu um minnihlutastjórn á Spáni

04.03.2016 - 21:11
Erlent · Evrópa · Spánn · Stjórnmál
epa05195126 Spanish Socialist Party leader Pedro Sanchez leaves after losing the second investiture debate at the Lower House of Spanish Parliament, in Madrid, Spain, 04 March 2016. Spain's Socialist Party has failed for the second time to gain
 Mynd: EPA  -  EFE
Spænska þingið felldi í kvöld tillögu Pedros Sanchez, leiðtoga Sósíalistaflokksins, um að fá að mynda minnihlutastjórn með miðflokknum Ciudadanos. Fyrr í dag hafnaði vinstriflokkurinn Podemos beiðni Sósíalista um að taka þátt í stjórnarsamstarfi með flokkunum tveimur.

 

Alls greiddu 219 þingmenn atkvæði gegn tillögu Sanchez. 131 var henni samþykkur, það er allir þingmenn Sósíalistaflokksins, Ciudadanos og lítils flokks frá Kanaríeyjum.

Fyrr í vikunni var Pedro Sanchez gerður aftureka með áform sín um að mynda minnihlutastjórn með Ciudadanos. Hann þurfti þá einfaldan meirihluta til að mynda stjórn. Sami fjöldi þingamanna greiddi þá atkvæði gegn stjórnarmynduninni og 130 með. Einn sat hjá.

Líkurnar á að hægt verði að mynda ríkisstjórn á Spáni eru orðnar harla litlar. Það þýðir væntanlega að boða verður til kosninga að nýju í sumar.

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV