HM verður 48-þjóða mót

10.01.2017 - 10:08
epa05138639 FIFA candidate Gianni Infantino unveils his manifesto for the FIFA Presidential campaign at Wembley Stadium in London, Britain, 01 February 2016. The FIFA Presidential Election is set to take place 26th February 2016.  EPA/ANDY RAIN
Gianni Infantino er forseti FIFA  Mynd: EPA
Framkvæmdastjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA samþykkti einróma að fjölga liðum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í 48 en frá 1998 hafa þau verið 32. Kosið var um málið hjá FIFA í morgun. Breytingin tekur gildi frá og með 2026.

Liðunum 48 verður skipt í sextán riðla og tvö lið úr hverjum riðli fara áfram í 32-liða úrslit. Samtals verða leikirnir 80 en voru áður 64. 

Með breytingunum fær Evrópa fleiri sæti á mótinu og þannig aukast möguleikar Íslands á að komast í úrslitakeppnina. 

Nánari útfærsla á þessu nýja fyrirkomulagi verður kynnt eftir fund framkvæmdastjórnar FIFA síðar í dag. 

Mynd með færslu
Edda Sif Pálsdóttir