HM íslenska hestsins hefst á morgun

Undirbúningur fyrir HM íslenska hestsins sem fram fer í Oirschot í Hollandi dagana 7.-13. ágúst er nú í fullum gangi. RÚV mun sýna samantektarþætti frá mótinu en þeir Gísli Einarsson og Óskar Þór Nikulásarsson munu fylgjast með gangi mála.

Íslenska landsliðið er að æfa á keppnisvellinum og í spilaranum hér að ofan má sjá Guðmund Björgvinsson og Straum frá Feti.

Klukkan 20:55 verður þátturinn Á hestbaki til Hollands á dagskrá RÚV verður farið yfir knapana og hrossin sem munu keppa fyrir hönd Íslands á HM í hestaíþróttum.