HM í London: Sveit Jamaíka kom fyrst í mark

12.08.2017 - 12:30
epa06139680 Usain Bolt (L) of Jamaica runs down the final straight in the men's 4x100m at the London 2017 IAAF World Championships in London, Britain, 12 August 2017.  EPA/FRANCK ROBICHON
 Mynd: EPA
Boðhlaupssveit Jamaíka kom fyrst í mark í sínum riðli í undanrásum í 4x100 metra boðhlaupi karla á HM í frjálsum í dag og munu því keppa í úrslitunum í kvöld.

Að venju var fljótasti maður í heimi, Usain Bolt, síðastur til að hlaupa fyrir Jamaíka. Mun hlaupið í kvöld vera það síðasta hjá Bolt en eins og frægt er þá hefur hann gefið út að hann ætli að leggja skóna á hilluna þegar HM í London lýkur.

Bolt og félagar virtust hafa litlar áhyggjur af því að hlaupa á sem bestum tíma en þrátt fyrir að koma fyrst í mark í sínum riðli þá var tími þeirra Jamaíku manna upp á 42,50 sekúndur aðeins fimmti besti tíminn inn í úrslitin.

Ásamt Jamaíku þá eru sveitir frá Bandaríkjunum, Brasilíu, Bretlandi, Hollandi, Sviss, Þýskalandi og Trínidad og Tóbagó sem keppa til úrslita klukkan 20:50 í beinni útsendingu á RÚV2.

Í sveit Bandaríkjanna eru þeir tveir hlauparar sem komu á undan Bolt í mark í 100 metra spretthlaupi karla á mótinu en það eru þeir Justin Gatlin, ríkjandi heimsmeistari í 100 metra spretthlaupi karla, og hinn ungi Christian Coleman.

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður