Hlutabréfavísitalan lækkar enn í Noregi

06.01.2016 - 17:27
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Ósló er komin niður fyrir 600 stig. Lækkunin í dag nam 1,4 prósentum. Ástæðan er fyrst og fremst lækkun á verði hráolíu. Tunnan af Norðursjávarolíu fór í dag 34,58 dollara. Verðið hefur ekki verið lægra í tólf ár. Í gær kækkaði norska hlutabréfavísitalan um rúmlega 1,7 prósent.
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV