Hinrik Danaprins fer á eftirlaun

01.01.2016 - 11:59
Erlent · Danmörk · Evrópa · Mannlíf
epa04695462 Danish Queen Margrethe (L) and Prince Consort Henrik drive in a carriage through Aarhus, Denmark, 08 April 2015, as a prelude to the celebration of her 75th birthday on 16 April.  EPA/HENNING BAGGER DENMARK OUT
Margrét Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins á ferð í Árósum í tilefni af 75 ára afmæli hennar.  Mynd: EPA  -  SCANPIX DENMARK
Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Danadrottningar, fer á eftirlaun frá og með deginum í dag. Drottningin tilkynnti þetta í nýársávarpi sínu í gærkvöld. Hún sagði ákvörðunina alfarið vera prinsins og að hún skildi hana og virti.

Þetta þýðir að prinsinn hættir að taka þátt í flestum opinberum athöfnum þar sem drottningarhjónin eru viðstödd, til að mynda í nýársmóttöku drottningar, setningu þingsins og opinberum heimsóknum til útlanda.

Í tilkynningu frá dönsku hirðinni segir að Hinrik prins hlakki til að helga tíma sinn í meira mæli listum, bókmenntum og tónlist sem standi hjarta hans nærri.

Mynd með færslu
Jóhann Hlíðar Harðarson
Fréttastofa RÚV