Hinn mikli meistari myrkursins

Popptónlist
 · 
Rás 2
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
 · 
Albúmið

Hinn mikli meistari myrkursins

Popptónlist
 · 
Rás 2
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
 · 
Albúmið
Mynd með færslu
25.02.2016 - 17:08.Kristján Freyr Halldórsson.Albúmið
Hljómplatan I See a Darkness kom út í janúarmánuði árið 1999 og flytjandinn er Bonnie Prince Billy. Bonnie Prince Billy er aukasjálf ameríska tónlistarmannsins Will Oldham og fyrsta plata hans undir þessu heiti.

Áður hafði Oldham getið sér gott orð undir hinum og þessum heitum og komið að fimm stórum plötum sem vöktu talsverða athygli. Hljómplatan I See a Darkness gerði allt vitlaust ef það orðalag er viðeigandi, því þrátt fyrir þunglyndislegt inntak tónlistarinnar og textasmíðanna þá varð hún afar vinsæl og fékk framúrskarandi dóma gagnrýnenda. 

Við skulum grípa rétt niður í gagnrýni blaðamannsins Samir Kahn sem skrifaði um plötuna fyrir Pitchfork; „… ég er hreint ekki viss um að hljómplatan I See a Darkness sé tónlist í víðri skilgreiningu þess orðs. Hún er eitthvað miklu meira. Ég var að hlusta á hana heima hjá mér um daginn og einhver kallaði á mig. Ég varð að hlaupa að spilaranum mínum og slökkva fyrst. Að veita einhverjum öðrum athygli og hafa plötuna í bakgrunni virtist eitthvað verulega rangt.”

Verið því viðbúin að slökkva á símum, læsa að ykkur og veita Bonnie Prince Billy og plötunni I See a Darkness óskipta athygli í næsta þætti Albúmsins, föstudaginn 26. febrúar kl. 19.20 eða strax að loknum kvöldfréttum.