Herklæði ætluð IS gerð upptæk á Spáni

04.03.2016 - 07:05
Erlent · Evrópa · Hryðjuverk · Spánn
Mynd með færslu
 Mynd: Spænska lögreglan  -  Ríkislögregluembættið á Sp�
Spænsk yfirvöld lögðu hald á 20 þúsund herklæði og birgðir sem myndu nægja herliði íslamskra öfgamanna að sögn spænska innanríkisráðuneytisins.

CNN greinir frá því að birgðirnar hafi verið gerðar upptækar í lögregluaðgerð sem kom í veg fyrir frekari starfsemi viðskiptakeðju sem sér hryðjuverkamönnum fyrir hergögnum. Herklæðin voru falin í gámum og til þess að minnka grunsemdir og koma í veg fyrir tollskoðun voru þau skráð sem notuð föt. 

Innanríkisráðuneytið greindi fyrst frá fundinum í gær en fötin og birgðirnar voru gerð upptæk í byrjun febrúar. Flytja átti gámana á svæði sem eru undir stjórn vígasveitanna sem kenna sig við íslamska ríkið og al-Nusra í Írak og Sýrlandi, að sögn ráðuneytisins. Sjö voru handteknir vegna gruns um aðild að málinu.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV