Herinn hættir aðgerðum gegn Rohingjum

16.02.2017 - 11:22
Mynd með færslu
Hermenn við eftirlit í Rakhine-fylki í desember, nærri landamærum Bangladess.  Mynd: EPA
Stjórnvöld í Mjanmar greindu frá því í gær að aðgerðum hersins gegn minnihlutahópi Rohingja hefði verið hætt.

Haft var eftir Thaung Tun, þjóðaröryggisráðgjafa stjórnarinnar í Mjanmar, að herinn hefði dregið sig í hlé í Rakhine-fylki, lögregla hefði tekið þar við öryggisgæslu og slakað hefði verið á útgöngubanni. 

Herinn lét til skarar skríða í október eftir árásir á varðstöðvar í Rakhine-fylki þar sem níu lögreglumenn féllu. Um 69.000 Rohingjar hafa síðan flúið yfir til Bangladess, en talið er að meira en 1.000 hafi verið vegnir.

Fregnir fregnir hafa borist af ódæðisverkum hermanna sem Sameinu þjóðirnar telja geta flokkast undir glæpi gegn mannkyni og þjóðernishreinsanir. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV