Hellisheiði opin - Lokað um Hálfdán

17.02.2016 - 05:28
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Búið er að opna veginn um Hellisheiði að nýju. Hálka og snjór er á veginum og nokkur skafrenningur. Vond færð er víða um land, bæði snjór og hálka á vegum. Vegurinn um Hálfdán, á milli Tálknafjarðar og Bíldudals, er lokaður samkvæmt vefsíðu Vegagerðarinnar.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV