Heimkomu Herjólfs seinkar

17.05.2017 - 12:10
Mynd með færslu
Baldur mátti ekki sigla til Þorlákshafnar og það má norska ferjan Röst ekki heldur.  Mynd: Sighvatur Jónsson  -  RÚV
Seinkun verður á að Herjólfur komi úr slipp. Til stóð að ferjan yrði komin aftur í áætlunarsiglingar milli Eyja og Landeyjahafnar þann 21. maí en nú er ljóst að hún verður ekki komin aftur fyrr en 27. maí. Ástæðan er að viðgerð tekur lengri tíma en áætlað var.

 

Fjarvera ferjunnar Baldurs á Breiðafirði lengist jafnframt Jafnframt þarf að bíða lengur en búist var við eftir Baldri, en áætlað er að Baldur verði aftur kominn til siglinga á Breiðafirði þann 26. maí. Farþegaferjan Særún siglir daglega til og frá Flatey í stað Baldurs. Hún rúmar 150 manns en er ekki bílaferja og siglir ekki að Brjánslæk eins og Baldur. 

 

Mynd með færslu
Halla Ólafsdóttir
Fréttastofa RÚV