„HBO hefur aldrei fengið önnur eins viðbrögð“

Innlent
 · 
Kvikmyndir
 · 
Síðdegisútvarpið
 · 
Menningarefni

„HBO hefur aldrei fengið önnur eins viðbrögð“

Innlent
 · 
Kvikmyndir
 · 
Síðdegisútvarpið
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
24.02.2016 - 13:54.Björg Magnúsdóttir.Síðdegisútvarpið
Rúnar Ingi Einarsson kvikmyndaleikstjóri leikstýrði nýjasta „tísernum“ fyrir sjöttu seríu sjónvarpsþáttaraðarinnar Game of Thrones, sem frumsýnd verður í apríl. Fyrir verkefnið hafði hann ekki séð alla þættina og segir að viðbrögð áhorfenda hafi komið sér mest á óvart, en í kringum þá eru ansi harðir áhorfendur.

Rúnar Ingi vinnur meðal annars fyrir ameríska kvikmyndafyrirtækið Caviar, en HBO, sem framleiðir Game of Thrones, hafði samband við það fyrirtæki og falaðist eftir Rúnari í verkefnið. „Þetta gerðist síðan mjög hratt. HBO eiga sett í Belfast, sem er aðalsettið þeirra, og leituðu eftir hugmyndum til þess að útfæra tíserinn þar og ég fór í þá vinnu.“ 

Hinir dauðu lifna við
Tíserinn, sem þegar hefur fengið meira en átta milljón áhorf þegar þetta er ritað, gerist í Hall of Faces „sem er staður í sögunni þar sem eru grímur af dauðum manneskjum. Þarna sjáum við karaktera sem hafa tapað lífinu í þessari seríu, og þar er líka tísað inn á setningar sem þau sögðu, frægat setningar.“ 

Mikil ábyrgð
Þættirnir hafa notað gríðarlegra vinsælda um heim allan og eiga mjög áhugasama og harða aðdáendur. „Ég fór frekar „oblivious“ í þetta verkefni, hafði ekki séð marga þætti en horfði á þá alla áður, þá fyrst áttaði ég mig á umfanginu. Ég gerði mér hins vegar enga grein fyrir ábyrgðinni fyrr en ég sá viðbrögð áhorfenda við tísernum á netinu; fólk sendi sem dæmi skilaboð með viðbrögðum sínum og tilfinningum á meðan það horfði á stikluna.“ Rúnar Ingi segir að HBO hafi sérstaklega haft samband við hann eftir útkomuna og hrósað verkinu. „Ég veit að HBO hefur aldrei fengið önnur eins viðbrögð við markaðsefni sem þau hafa gert. Það er auðvitað mjög ánægjulegt og gaman,“ segir hann.