Haukar höfðu betur í framlengdum leik

17.02.2016 - 23:40
Mynd með færslu
Kári Jónsson skoraði 8 stig fyrir Hauka í kvöld.  Mynd: KKÍ
Haukar unnu í kvöld góðan útisigur á Stjörnunni í Dominos-deild karla í körfuknattleik, 70-77, eftir framlengdan leik. Kári Jónsson skoraði þriggja stiga körfu fyrir Hauka þegar skammt var eftir af leiknum og tryggði Haukum framlengingu.

Haukar gengu á lagið í framlengingunni - skoruðu elleftu stig en Stjarnan aðeins fjögur. Finnur Atli Magnússon var atkvæðamikill í liði Hauka og skoraði 20 stig auk þess að taka 13 fráköst. Haukur Óskarson og Kári Jónsson komu næstir með 19 stig.

Hjá Stjörnunni var Al'lonzo Coleman stigahæstur með 20 stig auk þess að taka 19 fráköst.

Stjarnan-Haukar 70-77 (13-14, 22-18, 13-24, 18-10, 4-11)
Stjarnan: Al'lonzo Coleman 20/19 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 13/5 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 10/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 9, Tómas Þórður Hilmarsson 6/8 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 6.
Haukar: Finnur Atli Magnússon 20/13 fráköst/4 varin skot, Haukur Óskarsson 19/5 fráköst, Kári Jónsson 19/6 stoðsendingar, Emil Barja 12/11 fráköst/6 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 3/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 2, Brandon Mobley 2/6 fráköst.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður