Haukar höfðu betur á Selfossi

09.01.2016 - 21:39
Mynd með færslu
 Mynd: Andri Sigfússon
Þrír leikir fóru fram síðdegis í Olís-deild kvenna í handbolta. Haukar gerðu góða ferð til Selfoss og unnu góðan sigur gegn heimakonum, 29-33.

Maria Ines De Silva átti stórleik í liði Hauka og skoraði 11 mörk. Selfyssingar leiddu í hálfleik en Haukakonur reyndust sterkari á lokasprettinum. Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir og Kristrún Steinþórs­dótt­ir voru atkvæðamestar hjá Selfyssingum og voru með átta mörk hvor.

Stjarnan vann góðan sigur gegn Fylki 22-26 og og á Akureyri höfðu heimakonur í KA/Þór betur gegn FH 27-18.

Úrslit dagsins í Olís-deild kvenna:
Fylk­ir – Stjarn­an 22:26
Sel­foss – Hauk­ar 29:33
KA/Þ​ór – FH 27:18
Val­ur – Aft­ur­eld­ing 38:24
HK – Fjöln­ir 26:22

Staðan í deildinni

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður