Hátæknivinnsla rís á nokkrum mínútum

18.01.2016 - 08:56
Mynd með færslu
 Mynd: N4  -  RÚV
Útgerðarfélag Akureyringa tók nýlega í gagnið hátæknifiskvinnslu sem er ein sú glæsilegasta hér á landi og þó víðar væri leitað. Sjónvarpsstöðin N4 birtir stutt myndband þar sem byggingarsagan er sýnd en um ár tók að rífa eldra húsnæði og reisa fullkomnustu fiskvinnslu landsins.

ÚA er í eigu Samherja en flest allur búnaður vinnslunnar er framleiddur hér á landi. Enda Íslendingar framarlega á heimsvísu þegar kemur að þróun og framleiðslu vinnslubúnaðar. Líkt og RÚV greindi frá í sumar hefur tæknigeirinn sem tengist sjávarútvegi vaxið hratt undanfarin ár. Um 70 tæknifyrirtæki tengd sjávarútvegi veltu á bilinu 50-60 milljörðum árið 2014, samkvæmt greiningu Sjávarklasans. Síðan árið 2012 hefur þessi geiri vaxið um 10-15% árlega.

Myndband af byggingarsögu nýju vinnslunnar má sjá hér að neðan.