Hart stóðst læknisskoðun hjá West Ham

17.07.2017 - 21:41
epa05534954 Torino's goalkeeper Joe Hart (L) in action next to his teammate Daniele Baselli (R) during the Italian Serie A soccer match between Atalanta Bergamo and Torino FC at Atleti Azzurri d'Italia stadium in Bergamo, Italy, 11 September
 Mynd: EPA
Enski landsliðsmarkvörðurinn Joe Hart mun að öllum líkindum ganga til liðs við West Ham á láni eftir að hafa staðist læknisskoðun hjá Lundúnarliðinu. Hart er samningsbundinn Manchester City til ársins 2019 en Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, hefur tjáð Hart að hann eigi að finna sér nýtt félag.

Hart er þrítugur að aldri og var á mála hjá Torino á Ítalíu á síðustu leiktíð. West Ham á möguleika á að kaupa Hart næsta sumar þegar láni hans hjá félaginu lýkur.

Talið er líklegt að City borgi hluta af launum Hart hjá West Ham.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður