Harper Lee, rödd samviskunnar í Bandaríkjunum

27.02.2016 - 16:05
Bandaríski rithöfundurinn Harper Lee lést 19. febrúar síðastliðinn. Sumarið 2015 var fjallað um Harper Lee, í bókmenntaþættinum Orð* um bækur á Rás 1.

Aðeins eitt ár er síðan síðasta skáldsaga Lee kom út. Go Set a Watchman eða Farðu og kallaðu til varðmann eftir Harper Lee  var fyrsta bók höfundar síðan skáldsagan To Kill a Mockingbird eða Að drepa hermikráku kom út árið 1960. Í sögunni heimsækja lesendur aftur smábæinn Maycomb í Alabama, sem áður var sagt frá í Að drepa hermikráku.

Óhætt er að segja að sjaldan hafi verið beðið eftir skáldsögu með jafnmikilli eftirvæntingu og lesendur hafa beðið eftir nýju skáldsögu bandaríska rithöfundarins Harper Lee. Farðu og kallaðu til varðmann kom út 14. júlí 2015 og seldist í hundruðum þúsunda eintaka strax fyrstu vikuna. Í fréttatilkynningu frá Amazon kom fram að engin bók hafi selst svo vel í forsölu frá því að síðasta bókin í Harry Potter bókaflokknum kom út árið 2007.

Skáldsagan vakti undrun, hneykslan og sorg meðal lesenda, en sögupersónur sem lesendur kynntust fyrst í Að drepa hermikráku eru vægast sagt sýndar í öðru ljósi í þessari nýútkomnu bók Lee.

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir fletti þessum tveimur bókum, í bókmenntaþættinum Orð*um bækur.

Mynd með færslu
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Orð um bækur
Þessi þáttur er í hlaðvarpi