Handtökur í samstarfi við skipstjóra togarans

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson  -  RÚV
Aðalmeðferð í máli gegn Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, var framhaldið í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Þá voru teknar skýrslur af 20 vitnum í málinu, þeirra á meðal voru lögreglumenn, læknir, matsmaður, réttarmeinafræðingur á vegum verjanda og bræður sem fundu skó Birnu.

Í gær voru teknar skýrslur af Thomasi og Nikolaj Olsen, sem sat um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins, öðrum skipverjum af Polar Nanoq og lögreglumönnum sem komu að rannsókn málsins. Sakborningurinn breytti þá töluvert frásögn sinni fyrir dómi frá framburði sínum við yfirheyrslur hjá lögreglu og reyndi að varpa sökinni á Nikolaj.

Aðalmeðferðinni er lokið í dag, en hægt er að lesa allt um atburðarás dagsins í réttarsalnum hér að neðan. Málinu verður framhaldið föstudaginn 1. september næstkomandi.