Handtekinn með byssur í Disneyland í París

28.01.2016 - 21:27
epa05132232 A security check point is set up at the entrance of the Disneyland Paris amusement park, near the 'New York Hotel' in Chessy, east of Paris, France, 28 January 2016. A man carrying two small guns, cartridges and a Koran was arrested
 Mynd: EPA
Franska lögreglan handtók síðdegis í dag karlmann í franska skemmtigarðinum Disneyland Paris vegna gruns um að hann ætlaði að fremja hryðjuverk. Tvær skammbyssur, önnur þeirra sjálfvirk, fundust í tösku mannsins þegar hann fór í gegnum öryggisleit á einu af hótelum garðsins.

Maðurinn, sem sagður er af evrópskum uppruna, geymdi líka eintak af Kóraninum í töskunni. Lögregla leitar nú konu sem sögð er hafa verið með honum. Skemmtigarðinum var ekki lokað vegna handtökunnar.

 

Mikill viðbúnaður er enn í Frakklandi eftir að útsendarar hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins myrtu 130 manns í París í nóvember síðastliðnum.

Guðjón Helgason
Fréttastofa RÚV