Handbolti, spilling og félagsræktun

15.01.2016 - 17:16
Mynd með færslu
 Mynd:  -  EHF
Síðdegisútvarpið var í styttri kantinum vegna leiks Íslands og Noregs á EM í Póllandi. Liðin mætast í dag í fyrsta leiknum á EM. Ísland er í B-riðli og önnur lönd í þeim riðli eru Króatía, Hvíta-Rússland og Noregur. Síðdegisútvarpið hringdi til Póllands og talaði við Jóhann Inga Gunnarsson, sálfræðing og fyrrverandi landsliðsþjálfara sem sér um að þjálfa dómara á mótinu og undirbúa þá andlega fyrir átökin framundan.

Smelltu til að hlusta

Í hádeginu var haldinn fundur í Háskóla Íslands þar sem fjallað var um spillingu á Íslandi. Einn þeirra sem talaði þar er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Hann mætti í spjall og ræddi um rannsóknir sínar á spillingu í stjórnmálum hér á landi.
Smelltu til að hlusta

Á Ísafirði er nýstofnað ræktunarfélag, sem almenningur stendur í sameiningu að. Hugsunin er að félagsmenn standi saman að alls kyns ræktun, bæði á grænmeti og ávöxtum og svæðinu, og njóti sameiginlega. Hildur Dagbjört Arnardóttir fer fyrir verkefninu. Hún var á línunni.
Smelltu til að hlusta

Mynd með færslu
Guðmundur Pálsson
dagskrárgerðarmaður
Síðdegisútvarpið
Þessi þáttur er í hlaðvarpi