Hamingjan býr í Danmörku

16.03.2016 - 20:27
Mynd með færslu
 Mynd: DR
Danir eru hamingjusamasta þjóð í heimi þetta árið, samkvæmt hamingjuvog Sameinuðu þjóðanna. Niðurstöður hamingjumælinganna voru birtar í dag. Þar kemur fram - og kemur tæpast á óvart - að óhamingjan er mest í Sýrlandi og Búrúndí.

 

Sameinuðu þjóðirnar hafa mælt hamingju þjóða heimsins frá árinu 2012 í von um að það verði ráðamönnum hvatning til að reyna að bæta kjör og stemningu meðal landsmanna og hækka sig á listanum. Af niðurstöðum mælinganna má ráða að hamingjuna sé helst að finna hjá litlum og meðalstórum þjóðum í Vestur-Evrópu. Á eftir Danmörku koma Sviss, Ísland, Noregur, Finnland, Holland og Svíþjóð ásamt Kanada, Nýja Sjálandi og Ástralíu.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV