Hálka eða hálkublettir víða á Suðurlandi

21.01.2016 - 07:32
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson  -  RÚV
Það er hálka eða hálkublettir nokkuð víða á Suðurlandi en þó er þjóðvegur 1 greiðfær austur í Vík. Hálka eða hálkublettir eru á Vesturlandi og Vestfjörðum. Á Norðurlandi eru hálkublettir eða hálka en á Austurlandi er hálka á nær öllum leiðum. Hálka eða hálkublettir er með suðausturströndinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Veðurstofan spáir austan og suðaustaan 10 til 20 metrum á sekúndu í dag, hvassast við Suðvestur-ströndina.  Rigning eða slydda, en þurrt að mestu fyrir norðan. Minnkandi frost norðaustanlands, annars 0 til 7 stiga hiti.

Austan 8-15 og víða rigning á morgun, hiti 2 til 8 stig. Suðlæg átt og áfram vætusamt um helgina, en úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Eftir helgi er útlit fyrir éljagang á Suður- og Vesturlandi og kólnandi veður.

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV