Haldið sofandi eftir hnífsstungu

06.03.2016 - 10:21
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson  -  RÚV
Maður var stunginn með hnífi í vesturbæ Reykjavíkur um eitt leytið í nótt. Maðurinn liggur þungt haldinn á gjörgæslu og er haldið sofandi. Lögregla var kölluð á vettvang og var brotaþoli sendur rakleiðis á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu í nótt.

Á MBL er greint frá því að árásin hafi átt sér stað við stúdentagarðana við Sæmundargötu. Sjónarvottur hafi greint frá því að tveir menn hefðu tekist þar á. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svö stöddu.

Mynd með færslu
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV