Hákon Daði lánaður til Hauka

14.01.2016 - 00:13
Mynd með færslu
Haukar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og stefna að bikarmeistaratitilinum.  Mynd: RÚV  -  RÚV
Hákon Daði Styrmisson er genginn til liðs við Hauka og mun leika með liðinu út leiktíðina. Hann kemur til félagsins á láni frá ÍBV en Hákon er einn efnilegasti vinstri hornamaður landsins.

Hákon hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og lék stórt hlutverk hjá U19 liði Íslands á HM í Rússlandi þar sem íslensku strákarnir höfnuðu í þriðja sæti.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður