Hafið tók litla drenginn þeirra

23.01.2016 - 14:32
Mynd með færslu
 Mynd: Þórunn Ólafsdóttir  -  RÚV
Þórunn Ólafsdóttir sinnir hjálparstarfi á grísku eyjunni Lesbos þar sem flóttamenn ber að nánast daglega yfir Miðjarðarhafið. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hún frá skelfilegum raunum fólks sem leggur líf sitt og sinna nánustu að veði til finna betra líf.

„Ungt par sat í horni veitingastaðarins, innvafið í teppi merkt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, og grét sárt. Kannski voru þau í sjokki. Þeim var augljóslega kalt. Èg var ekki viss, en það lá samt í loftinu. Þegar fólk neyðist til að leggja á úfið hafið á gúmmítuðru í frostgráðum og drunga, í tilraun til að bjarga lífi sínu, þá er ekki alltaf víst að allir skili sér. Í þetta sinn var það litli drengurinn þeirra sem hafið tók,“ segir Þórunn.

Þórunn gagnrýnir ráðamenn í Evrópu harðlega fyrir að bregðast ekki við flóttamannavandanum. Ákvarðanir þeirra verði til þess að fleiri falli í valinn. Hún segir óbærilegt að hugsa til þess að fólk flýji sprengingar og stríð í Sýrlandi og láti svo lífið í Evrópu vegna sinnuleysis.

Frásögn Þórunnar má lesa hér fyrir neðan:

Það var þungi yfir höfninni í Molivos þegar okkur bar að garði. Ungt par sat í horni veitingastaðarins, innvafið í teppi...

Posted by Þórunn Ólafsdóttir on 22. janúar 2016