Hætta á að keisarafiðrildi deyi út

13.09.2017 - 12:38
Mynd með færslu
 Mynd: Kenneth Dwain Harrelson  -  Wikimedia
Vísindamenn vara við því að hætta sé á að víðförul tegund amerískra fiðrilda deyi út. Þetta eru svokölluð keisarafiðrildi, rauðgul og gul á litinn með hvítum punktum og svörtum köntum. Þau eru fræg fyrir farflug frá nyrstu héruðum Bandaríkjanna til Kaliforníu þar sem þau hafa vetursetu.

Um þessi langfleygu fiðrildi hafa verið gerðar margar heimildarmyndir. Árið 1980 höfðu 10 milljónir keisarafiðrilda vetrardvöl í Kaliforníu. Í ár hafði þeim fækkað í 300 þúsund. Helsta skýringin er talin aukin notkun skordýraeiturs í landbúnaði og eyðlegging kjörlendis þar sem fiðrildin verpa, sem og loftslagsbreytingar. Vísindamenn segja að tegundum fækki víðar. Til dæmis hafi 12 tegundir fiðrilda horfið í Danmörku á síðustu 50 árum.

Mynd með færslu
 Mynd: Derek Ramsey  -  Wikimedia
Karldýr keisarafiðrildis á blómi. Myndin er tekin í Delaware í Bandaríkjunum
Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV