Hætt við ráðningu vegna kynferðisbrotadóms

10.01.2016 - 23:08
Vesturbyggð Patreksfjörður
Patreksfjörður Vesturbyggð þjónusta stofnanir Vesturbyggð Patreksfjörður
Patreksfjörður Vesturbyggð þjónusta stofnanir
 Mynd: Jóhannes Jónsson Jóhannes Jó
Vesturbyggð hefur ákveðið að falla frá ráðningu skólastjóra við tónlistarskóla sveitarfélagsins. Tilkynnt var um ráðninguna fyrir helgi en fallið frá henni í gær, 10. janúar.

Á heimasíðu Vesturbyggðar segir að eftir frekari úrvinnslu á gögnum hafi fræðslunefnd og bæjarstjórn Vesturbyggðar ákveðið það. Engar frekari skýringar eru gefnar.

Vefurinn bb.is segir að dómur sem maðurinn hlaut árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum sé ástæða ákvörðunarinnar. Þá hefur bb.is eftir heimildum að maðurinn hafi verið látinn fara frá tónlistarskólanum í Vík í Mýrdal þegar upp komst um dóminn. Þá hafi verið hætt við að ráða hann á Kirkjubæjarklaustri vegna hans.

08:55 Athugasemd ritstjóra: Þessi frétt hefur verið uppfærð.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV