Gylfi skoraði - Leicester enn á toppnum

02.02.2016 - 22:41
epa04753059 Swansea City's Icelandic midfielder Gylfi Sigurdsson (L) is congratulated by Ecuadorian team mate Jefferson Montero after he scored a goal during the English Premier League soccer match played between Swansea City AFC and Manchester City
Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað í þremur leikjum í röð fyrir Swansea.  Mynd: EPA
Gylfi Sigurðsson skoraði eina mark Swansea í 1-1 jafntefli liðsins gegn West Bromwich Albion á útivelli í kvöld. Gylfi kom Swansea yfir í leiknum með marki á 64. mínútu en því miður fyrir Gylfa og félaga þá jöfnuðu heimamenn í uppbótartíma. Þetta er sjötta mark Gylfa í ensku deildinni í vetur.

Leicester City er áfram á toppnum í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Liverpool á heimavelli sínum í kvöld. Jamie Vardy skoraði bæði mörk Leicester í kvöld.

Manchester United sýndi góða takta og lagði Stoke City á Old Trafford með þremur mörkum gegn engu. Jesse Lingaard, Anthony Martial og Wayne Rooney skoruðu mörk United í kvöld.

Manchester City fór upp í annað sæti deildarinnar með 0-1 sigri á Sunderland þar sem Argentínumaðurinn Sergio Aguero skoraði sigurmarkið. Harry Kane skoraði tvö mörk fyrir Tottenham sem fór upp í þriðja sæti deildarinnar með 0-3 sigri á Norwich. Arsenal féll niður í fjórða sæti eftir markalaust jafntefli við Southampton á heimavelli.

Úrslit kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni:
Arsenal 0 - 0 Southampton
Leicester City 2 - 0 Liverpool
Norwich City 0 - 3 Tottenham Hotspur
Sunderland 0 - 1 Manchester City
West Ham United 2 - 0 Aston Villa
Crystal Palace 1 - 2 AFC Bournemouth
Manchester United 3 - 0 Stoke City
West Bromwich Albion 1 - 1 Swansea City

Staðan í ensku úrvalsdeildinni

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður