Gylfi enn orðaður við Everton

20.03.2017 - 12:13
epa05772951 Swansea City's Gylfi Sigurdsson celebrates after scoring the 1-1 goal during the English Premier League soccer match between Manchester City and Swansea City at the Etihad Stadium in Manchester, Britain, 05 February 2017.  EPA/NIGEL
 Mynd: EPA
Gylfi Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta er enn eina ferðina orðaður við úrvalsdeildarlið Everton í enskum fjölmiðlum í dag. Vefmiðillinn Liverpool Echo segir að Swansea hafi hafnað 28 milljóna punda tilboði frá Everton í Gylfa í janúar en það nemur um 3,7 milljörðum íslenskra króna. 

Ronald Koeman stjóri Everton er mjög heillaður af frammistöðu Gylfa og mun líklega eiga pening fyrir honum í sumar því Everton þarf að öllum líkindum þurfa að selja belgíska framherjann Romelu Lukaku sem vill ekki skrifa undir nýjan samning.

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður