Guns N' Roses kemur fram á Coachella

05.01.2016 - 11:13
epa03500364 US lead singer, Axl Rose, member of the US hard rock band Guns N' Roses performs during a concert in Bangalore, India, 07 December 2012. Guns N'Roses is on a tour in India for first time.  EPA/JAGADEESH NV
 Mynd: EPA
Þungarokkshljómsveitin Guns N' Roses kemur úr tveggja áratuga dvala og verður eitt af aðalnúmerunum á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníuríki Bandaríkjanna í apríl.

BBC greinir frá og hljómsveitin staðfestir þetta á heimasíðu sinni. Á tónleikunum koma söngvarinn Axl Rose og gítarleikarinn Slash fram saman í fyrsta sinn síðan árið 1993.

Slash hætti í hljómsveitinni árið 1996 vegna samstarfsörðugleika við Axl Rose og hefur verið stirt á milli þeirra síðan. Guns N' Roses hélt áfram starfsemi án Slash og gaf út plötuna Chinese Democracy árið 2008. Ekkert hefur verið gefið út um það hvort hljómsveitin hyggist starfa saman áfram eftir tónleikana.

Plata hljómsveitarinnar, Appetite for Destruction, er enn mest selda fyrsta plata hljómsveitar í Bandaríkjunum og hefur selst í 18 milljónum eintaka.

Coachella hefur verið haldin árlega tvær helgar í apríl frá árinu 1999 og er ein af þekktustu tónlistarhátíðum heims. 
Aðrir listamenn sem staðfest er að komi fram á Coachella í apríl eru Ice Cube, Sia, Ellie Goulding, Sufjan Stevens, Disclosure, Chvrches, Foals, The Last Shadow Puppets, James Bay, the 1975 and Major Lazer auk Halsey og kántrísöngvarans Chris Stapleton.

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV