Gunnar: Þetta er hundfúlt

26.02.2016 - 20:01
„Þetta er hundfúlt,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir tap sinna manna gegn Val í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins í handbolta. Haukar eltu nær allan leikinn og Gunnar var með á hreinu hver hefði verið munurinn á liðunum í dag.

„Bubbi [Hlynur Morthens] í markinu fannst mér vera munurinn á liðunum. Hann var okkur erfiður og tekur tvö vítaköst í fyrri hálfleik og fullt af góðum boltum í seinni hálfleik. Við vorum í erfiðleikum með að finna leið framhjá honum. Í seinni hálfleik náðum við að komast yfir og fengum tækifæri til að ná tveggja marka forystu en það gekk ekki.“

Nánar má heyra í Gunnari Magnússyni í myndbandinu hér að ofan.