Gulusótt geisar í Angóla

16.02.2016 - 11:49
epa05162560 Local people wait in line at 'Quilometro 30' market to receive the yellow fever vaccine, Luanda, Angola, 15 February 2016. This market in the angolan capital was considered the center of the yellow fever outbreak killing 51 people
Fólk bíður bólusetningar í Lúanda.  Mynd: EPA  -  LUSA
Gulusóttarfaraldur geisar nú í Angóla í fyrsta skipti í þrjá áratugi. Meira en 50 hafa látist úr sjúkdómnum á undanförnum sex vikum, en yfir 240 hafa smitast.

Heilbrigðisyfirvöld í Angóla segja að búið sé að bólusetja um 450.000 manns í höfuðborginni Lúanda, en stefnt sé að því að bólusetja þar 1,6 milljónir manna. Gulusótt berst með moskítóflugum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV