Guðni Valur endaði í 5. sæti á EM

16.07.2017 - 13:36
Guðni Valur Guðnason endaði í 5. sæti kringlukastskeppninnar á Evrópumóti 23 ára og yngri í frjálsum íþróttum í Póllandi í dag. Lengsta kast Guðna var 57,31 metrar.

Guðni náði kasti upp á 57,31 metra í annarri tilraun sem skaut honum upp í fimmta sætið. Átta efstu eftir þrjú köst frá þrjú köst til viðbótar og Guðni var í þeim hópi. Hann náði þó ekki að kasta lengra en 57,31 metra og fimmta sætið var því niðurstaðan hjá Guðna Val. Hans besti árangur er 63,50 metrar, en sigurvegarinn í dag kastaði 61 metra.

Klukkan 13:57 keppir svo Arna Stefanía Guðmundsdóttir í úrslitum 400 m grindahlaups.

Hér fyrir ofan má sjá myndskeið af einu af köstum Guðna Vals í dag.

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður