Guðmundur Hólmar heimtaði að taka víti

16.01.2016 - 15:17
Guðmundur Hólmar Helgason lék sinn fyrsta leik á stórmóti með íslenska landsliðinu í sigurleiknum gegn Noregi á EM í Póllandi. Hann kom öflugur af bekknum inn í vörnina og lék vel gegn Norðmönnum.

Guðmundur Hólmar var enn í spennufalli þegar Einar Örn Jónsson ræddi við kappann eftir leikinn í gær. Þar kemur meðal annars fram að kappinn heimtaði að fá að taka víti í leiknum en vítaskytta Íslands, Guðjón Valur Sigurðsson, þverneitaði.

„Þetta er skandall því ég er búinn að vinna hann [Guðjón Val] í öllum vítakeppnum,“ sagði Guðmundur Hólmar kátur eftir leikinn í gær.

Nánar í myndbandinu hér að ofan.

Einar Örn Jónsson
íþróttafréttamaður
Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður