Guardian birtir útdrátt úr bók Þórdísar Elvu

05.03.2017 - 11:58
Mynd með færslu
 Mynd: TED.com
Breska dagblaðið The Guardian birti í dag á vef sínum útdrátt úr bók sem Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifaði með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger.

Níu árum eftir nauðgunina skrifaði Þórdís Tom, sem býr í Ástralíu, sem hann svaraði. Hann gekkst við því að hafa beitt hana kynferðisofbeldi. Þau skrifuðust á í átta ár eftir það og hittust að lokum á vikulöngum sáttafundi í Suður-Afríku. Úr varð bókin Handan fyrirgefningar, sem Tom er meðhöfundur að. Hún er væntanleg í verslanir hér á landi 16. mars, en er þegar komin út á ensku og heitir South of Forgiveness. Hægt er að lesa útdráttinn á vef The Guardian.

Þórdís Elva og Tom Stranger lýstu því á hispurslausan hátt, í TED-fyrirlestri, hvernig Tom nauðgaði Þórdísi, áhrifum þess á líðan þeirra beggja og hvernig þau náðu sáttum. Fyrirlesturinn vakti athygli um heim allan

Mynd með færslu
Davíð Kjartan Gestsson
vefritstjórn