Grunaðir vígamenn handteknir

06.09.2017 - 09:04
Erlent · Afríka · Evrópa
epa06157796 Spanish interior minister Juan Ignacio Zoido Alvarez during a press conference with his french counterpart as part of their visit at the French Gendarmerie headquarters in Issy-les-Moulineaux, outside Paris, France, 23 August 2017. The meeting
Juan Ignacio Zoido Alvarez, innanríkisráðherra Spánar.  Mynd: EPA
Yfirvöld á Spáni og í Marokkó hafa handtekið sex herskáa íslamista sem voru að undirbúa stórfelld hryðjuverk. Þetta sagði í tilkynningu sem innanríkisráðuneyti Spánar sendi frá sér í morgun.

Fimm mannanna hefðu verið handteknir í Marokkó, en sá sjötti í Melilla, spænsku yfirráðasvæði við Miðjarðarhafsströnd Marokkó. Meintur höfuðpaur, 39 ára Marokkómaður, hefði búið í Melilla.  

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV