Grikkir biðja ESB um flóttamannastyrk

01.03.2016 - 21:28
epa04927111 A man from Syria arrives at the coast of Mytilini, Lesvos island,  Greece, 12 September 2015. According to estimates, some 3000 refugees arrive everyday at the coasts of the island, coming from the Turkish coastline. Most of the refugees want
 Mynd: EPA  -  ANA-MPA
Stjórnvöld í Grikklandi fóru í dag fram á að Evrópusambandið veitti þeim 480 milljóna evra fjárstyrk til að skjóta skjólshúsi yfir hundrað þúsund flóttamenn.

 

Talsmaður ríkisstjórnarinnar greindi fréttamönnum í Aþenu frá beiðninni. Hann sagði að Grikkir hefðu ekki bolmagn til að taka á móti öllum þeim fjölda flóttafólks sem streymdi til landsins þessa dagana og kæmist ekki til annarra landa vegna herts landamæraeftirlits Austurríkis og ríkja á vestanverðum Balkanskaga.

Talsmaðurinn sagði að ástandið versnaði dag frá degi. Finna yrði varanlega lausn á að koma fólkinu til annarra landa og að Grikkir ætluðu að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að leysa málið við samningaborðið. Þessa stundina eru um 25 þúsund flóttamenn og hælisleitendur í Grikklandi og fjölgar stöðugt.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV