Greinargerð Ögmundar um FBI rædd á morgun

11.02.2013 - 14:50
Mynd með færslu
Koma bandarískra alríkislögreglumanna hingað til lands haustið 2011 verður rædd í fyrramálið á sameiginlegum fundi tveggja fastanefnda Alþingis, þar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra verður gestur.

Ögmundur leggur greinargerð sína um málið fyrir ríkisstjórn í fyrramálið og mætir síðan á fund hjá stjórnskipunar og eftirlitsnefnd og allsherjar og menntamálanefnd, þar sem greinargerðin verður rædd.

Ögmundur hefur í dag hitt ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara vegna málsins, en þau embætti skiluðu samantekt um það í síðustu viku.