GR og GKG sigruðu á Íslandsmóti golfklúbba

13.08.2017 - 17:56
Mynd með færslu
 Mynd: Golf.is  -  RÚV
Íslandsmót golfklúbba árið 2017 hófst nú á föstudaginn síðastliðinn og lauk keppni í dag, sunnudag. Samtals var keppt í fjórum deildum í karlaflokki á meðan keppt var í tveimur deildum í kvennaflokki.

Golf.is greinir frá.

Í 1. deild kvenna var það GR sem fagnaði sigri á meðan GKG fagnaði sigri í 1. deild karla. Er þetta í fimmta sinn sem GKG fagnar sigri á Íslandsmóti golfklúbba karlamegin. Var þetta þriðja árið í röð sem GR verður meistari kvennamegin og í nítjánda skiptið samtals.

Á Twitter síðu Golfsambandsins hér að neðan má sjá fréttir af gangi mála.

Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður