Google greiddi milljarð fyrir leitarglugga

23.01.2016 - 07:55
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV  -  RÚV Anton Brink
Google greiddi Apple einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 130 milljarða króna, árið 2014 fyrir að hafa leitarglugga í snjalltækjum fyrirtækisins. Apple fær jafnframt hlutdeild í þeim tekjum sem Google þénar í gegnum snjalltækin.

Lögfræðingur tölvufyrirtækisins Oracle greindi frá þessu fyrir rétti í lögsókn gegn Google fyrr í mánuðinum. Talsmenn Apple og Google neituðu að tjá sig þegar Bloomberg-fréttastofan reyndi að ná tali af þeim. Bloomberg greinir frá því að 20. janúar hafi Google sent frá sér tilkynningu þess efnis að samningar fyrirtækisins við Apple hafi alltaf verið álitnir algjört trúnaðarmál. Tveimur dögum síðar var samningurinn horfinn úr rafrænum gögnum dómstóla. Engin ástæða var gefin fyrir því að sögn Bloomberg.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV