Góðviðri fram á helgi

24.02.2016 - 06:40
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægum vindi og úrkomulitlu veðri í dag. Það verður fremur kalt, einkum í innsveitum. Góðviðrið helst fram á helgi, en á sunnudag er útlit fyrir suðaustanátt með snjókomu víða um land.

Seinni partinn hlánar væntanlega á Suður- og Vesturlandi og úrkoman fer yfir í slyddu eða rigningu. Eftir helgi er útlit fyrir nokkuð umhleypingasamt veður.

 

Hálkublettir eru mjög víða á Vesturlandi en einnig er einhver hálka þar sem og á Vestfjörðum þar sem hálka er á öllum leiðum.

Áframhaldandi hálka er svo á Norður- og Austurlandi. Autt er að mestu með suðaustur ströndinni, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni frá því í gærkvöld. 

 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV