Góður útisigur hjá City

24.02.2016 - 22:15
epa05179300 Manchester City players celebrate after Yaya Toure (2-R) scored a goal during the UEFA Champions League round of 16, first leg soccer match between Dynamo Kyiv and Manchester City at the Olimpiyskiy stadium in Kiev, Ukraine, 24 February 2016.
Leikmenn City skoruðu þrjú mörk í Kænugarði í kvöld.  Mynd: EPA
Manchester City er í góðri stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir 1-3 útisigur á Dinamo Kiev í Kænugarði í kvöld í 16-liða úrslitum. Sergio Aguero, David Silva og Yaya Toure skoruðu mörk City í kvöld en Vitaly Buyalsky.

City, sem datt út úr enska bikarnum um síðustu helgi, er því í vænlegri stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer í Manchester. Það er skammt stórra högga á milli hjá City því liðið leikur gegn Liverpool í enska deildarbikarnum um næstkomandi helgi.

Í Hollandi gerðu heimamenn í PSV Eindoven markalaust jafntefli gegn Atletico Madrid.

 

 

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður